Handbolti

Einar: Sorglegasti endir sem ég hef orðið vitni að

Ómar Þorgeirsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Arnþór

„Þetta var sorglegasti endir sem ég hef orðið vitni að á mínum ferli. Við sýndum samt frábæran leik á löngum köflum á móti liði sem ég tel að sé á meðal þriggja bestu liða deildarinnar," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem var að stýra liðinu í sínum fyrsta deildarleik sem aðalþjálfari en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.

Einar telur þó að þrátt fyrir svekkjandi 25-24 tap gegn FH hafi Fram-liðið sýnt ákveðin batamerki í sínum leik og er vongóður um framhaldið.

„Strákarnir börðust fyrir hvorn annan og ég er mjög ánægður með leikinn í heild sinni en það eru vonbrigði að fá engin stig. Næstu tveir leikir hjá okkur eru annars mjög mikilvægir en þeir eru gegn Stjörnunni og Gróttu og við þurfum að taka þrjú eða fjögur stig úr þeim. Það er ekkert flóknara en það," sagði Einar ákveðinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×