Masters-mótið hafið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2009 13:45 Tiger Woods og Robert Karlsson á góðri stundu er þeir tóku æfingahring á Augusta-vellinum í gær. Nordic Photos / AFP Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira