Viðskipti erlent

easyjet hagnast á gjaldþroti Sterling

Eins dauði er annars brauð gildir í flugbransanum eins og annarsstaðar. Nú hefur easyjet ákveðið að hefja áætlunarferðir milli Gatwick og Kaupmannahafnar en Sterling flaug þessa leið áður en félagið varð gjaldþrota.

David Osborne forstjóri easyjet í Bretlandi segir að ætlunin sé að fjölga áætlunarleiðum félagsins í næsta mánuði um leið og sumaráætlun easyjet tekur gildi. „Á norræna markaðinum eru nú tækifæri til vaxtar fyrir easyjet," segir Osborne.

easyjet er fyrir með áætlanaflug þrisvar á dag milli Stansted og Kaupmannahafnar. Og í nóvember s.l. opnaði félagið nýja áætlun milli Gatwick og Helsinki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×