Innlent

Tryggvi felldi þingflokksformanninn

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrum efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann sigraði Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformann með rúmlega 350 atkvæða mun. Kristján Þór Júlíusson, núverandi oddviti, fékk örugga kosningu í fyrsta sætið.

Niðurstöður eru eftirfarandi:

1. í fyrsta sæti Kristján Þór Júlíusson með 1477 atkvæði

2. (í 1.-2. sæti) Tryggvi Þór Herbertsson með 971 atkvæði

3. (í 1.-3. sæti) Arnbjörg Sveinsdóttir með 868 atkvæði

4. (í 1.-4. sæti) Björn Ingimarsson með 816 atkvæði

5. (í 1.-5. sæti) Soffía Lárusdóttir með 999 atkvæði

6. (í 1.-6. sæti) Anna Guðný Guðmundsdóttir með 1220 atkvæði

2041 greiddu atkvæði eða 51,7% flokksmanna í kjördæminu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í Norðausturkjördæmi í kosningunum vorið 2007.








Tengdar fréttir

Kristján efstur - Tryggvi í 2. sæti

Kristján Þór Júlíusson er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þegar talinn hafa verið 1000 atkvæði. Tryggi Þór Herbertsson, hagfræðingur, er í öðru sæti. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, er í þriðja sæti. Tryggvi hefur 154 atkvæða forskot á Arnbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×