Lífið

Bubbi: Það er búið að fjötra ungviðið til framtíðar

25 ár eru síðan Egó gaf síðast út plötu.
25 ár eru síðan Egó gaf síðast út plötu.

„Það segir sig sjálft bara," svarar Bubbi Morthens aðspurður um plötuumslag nýju Egó plötunnar sem kom út í vikunni en þar er mynd af handjárnuðu barni.

„Umslagið er ekkert annað en skírskotun til ofbeldisaðgerða útrásarvíkinganna, bankanna og stjórnvalda og hvernig það er búið að fjötra ungviðið til framtíðar. Staða íslenskra barna eftir hrunið," segir Bubbi.

„Egó platan er fín og vekur auðvitað spurningar hjá sumum og allt það. Lögin á plötunni kaflast á við þann tíðaranda sem var þegar Egóið var nýtilkomið á markað. Hún er uppfærð því við erum að spila í dag en ekki árið 1982 en fyrst og fremst er þetta bara popprokk plata þar sem að kallast á sterkar melódíur og svo kannski textar aðallega um ástina og síðan hrunið," segir Bubbi.

Bubbi heldur tónleika á Seyðisfirði í kvöld, föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.