Viðskipti erlent

Meiri samdráttur en búist var við

Alistar Darling býst við miklum samdrætti.
Alistar Darling býst við miklum samdrætti.
Samdrátturinn í Bretlandi er meiri en stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir og ólíklegt er að hagvöxtur verði þar fyrr en í enda ársins, sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í viðtali við Sunday Times.

Darling sagði í samtali við blaðið að hann neyðist til að endurskoða efnahagsspá sína þegar hann flytur skýrslu um efnahagsmál þann 22. apríl næstkomandi. „Þetta er verra en við héldum," sagði hann í samtali við blaðið. Hann bætti því við að hagtölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins væru enn ekki tiltækar. Hann sagðist þó búast við því að þær yrðu slæmar vegna þess að ef litið væri á allan heiminn væri ekki sem benti til annars.

Hann neitaði að spá fyrir um hversu mikill samdrátturinn í hagkerfinu yrði á árinu en sagðist gera ráð fyrir að það færi að rofa til í lok ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×