AGS segir kreppuna alvarlegri en áður var talið 17. apríl 2009 09:41 Í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) segir að núverandi kreppa muni verða meira langvarandi og dýpri en áður var talið. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því hve kreppan nú sé samstíga Kreppunni miklu á þriðja áratuginum. Þá gerir AGS ráð fyrir að uppsveiflan í lok kreppunnar verði veikburða og taki langan tíma. Í skýrslunni eru auðugri þjóðir heims gagnrýndar fyrir að hafa ekki spýtt nægilega miklu fjármagni í hagkerfi sín til að vinna á móti þessu vandamáli. Bloomberg fréttaveitan fjallar um skýrsluna í dag. „Núverandi niðursveiflan fylgir náið og er samhliða djúpri fjármálakreppu sem er gjaldgæft fyrirbirgði á eftirstríðsárunum," segir í skýrslunni. Áður hefur komið fram að AGS reiknar með að hagvöxturinn í heiminum í heild verði neikvæður um eitt prósentustig. AGS vill að fjármálastefnan til skamms tíma miði að einbeittum aðgerðum til að auka eftirspurn en að þjóðir passi sig jafnframt til lengri tíma að láta opinberar skuldir sínar ekki fara úr böndunum. Skýrslan er birt nú skömmu fyrir hálfsárslegan fund AGS og Heimsbankans en þann fund munu einnig sitja fjármálaráðherrar G7 ríkjanna. Skýrslan í heild verður birt þann 22. apríl n.k. og verður þá að finna í henni spár fyrir einstök lönd. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) segir að núverandi kreppa muni verða meira langvarandi og dýpri en áður var talið. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því hve kreppan nú sé samstíga Kreppunni miklu á þriðja áratuginum. Þá gerir AGS ráð fyrir að uppsveiflan í lok kreppunnar verði veikburða og taki langan tíma. Í skýrslunni eru auðugri þjóðir heims gagnrýndar fyrir að hafa ekki spýtt nægilega miklu fjármagni í hagkerfi sín til að vinna á móti þessu vandamáli. Bloomberg fréttaveitan fjallar um skýrsluna í dag. „Núverandi niðursveiflan fylgir náið og er samhliða djúpri fjármálakreppu sem er gjaldgæft fyrirbirgði á eftirstríðsárunum," segir í skýrslunni. Áður hefur komið fram að AGS reiknar með að hagvöxturinn í heiminum í heild verði neikvæður um eitt prósentustig. AGS vill að fjármálastefnan til skamms tíma miði að einbeittum aðgerðum til að auka eftirspurn en að þjóðir passi sig jafnframt til lengri tíma að láta opinberar skuldir sínar ekki fara úr böndunum. Skýrslan er birt nú skömmu fyrir hálfsárslegan fund AGS og Heimsbankans en þann fund munu einnig sitja fjármálaráðherrar G7 ríkjanna. Skýrslan í heild verður birt þann 22. apríl n.k. og verður þá að finna í henni spár fyrir einstök lönd.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira