Lífið

Finnst strákar einfaldir

Kann á karla Kate Hudson segir karlmenn vera einfaldar sálir sem auðvelt sé að átta sig á.
Kann á karla Kate Hudson segir karlmenn vera einfaldar sálir sem auðvelt sé að átta sig á.

Leikkonan Kate Hudson er á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Elle UK. Í viðtali við blaðið segist Hudson líta á karlmenn sem drengi. „Þegar ég tala við stráka þá finnst mér sem þeir heyri bara sumt af því sem maður segir. Ef það væri lítil talblaðra yfir höfðinu á þeim gæti maður séð að þeir hugsuðu aðeins um íþróttir, kynlíf og mat," segir leikkonan sem sjálf á fimm ára gamlan son.

„Ég elska stráka, en ég held að þeir séu allir mjög einfaldir. Sumir vilja halda því fram að þeir séu flóknir persónuleikar, en í raun er ofur einfalt að átta sig á þeim." Hudson hefur átt í sambandi við hafnaboltaleikmanninn Alex Rodriguez síðustu mánuði, en hann átti einnig stutt ástarsamband með söngkonunni Madonnu fyrir ekki svo margt löngu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.