Lífið

Eins og 32 ára Skagamaður

hjartað virkar Reynir er stálsleginn þrátt fyrir að vera með alla áhættuþætti í hámarki.
hjartað virkar Reynir er stálsleginn þrátt fyrir að vera með alla áhættuþætti í hámarki.

„Ég er með kransæðar eins og 32 ára knattspyrnumaður af Skaganum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV.

Reynir fór í hjartaþræðingu í vikunni og var ánægður með niðurstöðuna. „Í sjálfu sér eru þetta ekkert miklar ýkjur. Við komum þarna inn á sama tíma, ég og Skagamaður sem hefur fengist við fótbolta og við fengum sömu niðurstöðu,“ segir hann. „Hann er ekki þekktur, en hann var einhvern tíma í fótbolta. Ég er bara svolítið að grobba mig.“

Reynir er hjá sama hjartalækni og annar fjölmiðlamaður, Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt. Sá síðarnefndi var útskrifaður strax og hefur að sögn Reynis haldið því á lofti að hann sé hress eins og unglingur.

„Ég er nú karlmenni, en ég var samt farinn að hafa áhyggjur. Hysterían grípur mestu karlmenn,“ segir Reynir. „Ég var búinn að fá að vita að þetta gæti verið 30% stífla, gæti verið meira, enda voru menn ekki búnir að sjá neitt. Svo kom í ljós að þetta var fínt. Samt eru allir áhættuþættir í hámarki hjá mér; ég er í blaðamennsku og það er eins og það er. Ég reyki og það er eins og það er og svo er ég of þungur. Niðurstaðan kom mér notalega á óvart því ég bjóst við að það þyrfti að víkka eitthvað.“

-Og ertu búinn að grobba þig við Eirík?

„Já, já. Eiríkur hringdi í mig þegar ég var að ná mér úr mókinu og sagði að það hefði spurst út að aðgerðin hefði tekið langan tíma. Hann sagði að sá orðrómur gengi að þeir hefðu ekki fundið í mér hjartað.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.