Enski boltinn

„Stóri“ Sam í hjartaaðgerð - missir af þremur leikjum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sam Allardyce.
Sam Allardyce. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur staðfest að knattspyrnustjórinn „Stóri" Sam Allardyce muni ekki getað stýrt félaginu í næstu þremur leikjum sínum þar sem hann þurfi að gangast undir hjartaaðgerð.

Neil McDonald, aðstoðarknattspyrnustjóri félagsins, mun því stýra Blackburn gegn Bolton í dag og Fulham og Stoke í næstu leikjum eftir það.

„Sam er mjög vonsvikinn með að missa af þessum leikjum og sérstaklega leiknum gegn hans gömlu lærisveinum í Bolton. Velferð hans verður samt að vera númer eitt og því verður hann að stíga til hliðar um stund," segir stjórnarformaðurinn John Williams hjá Blackburn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×