Fótbolti

Kristján Örn fékk slæma útreið í norskum fjölmiðlum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson, til hægri, í leik með Brann.
Kristján Örn Sigurðsson, til hægri, í leik með Brann. Nordic Photos / Bongarts

Kristján Örn Sigurðsson fékk ansi slæma útreið í norskum fjölmiðlum eftir frammistöðu sína með Brann í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildinnar.

Kristján gerði sig sekan um slæm mistök í tvígang er Brann mætti Sandefjord í lokaumferð fyrstu umferðarinnar á mánudagskvöldið. Í bæði skiptin skoraði Sandefjord mark og vann svo leikinn, 3-1.

Norsku fjölmiðlarnir gefa öllum leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína í hverjum leik og voru þeir allir sammála um að gefa Kristjáni Erni 1 í einkunn en skalinn nær frá einum upp í tíu.

Alls voru sjö Íslendingar sem komu við sögu með sínum liðum í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk og Birkir Bjarnason, Viking fengu bestu einkunnina eða 5 fyrir frammistöðu sína. Pálmi Rafn skoraði eina mark sinna manna í 1-1 jafntefli við Lilleström.

Hér er miðað við einkunnagjöf Nettavisen, Aftonbladet og Dagbladet.

Frammistaða Íslendinganna:

Birkir Bjarnason, Viking: 5 í meðaleinkunn (N: 5, A: 5, D: 5)

Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk: 5 (5-5-5)

Árni Gautur Arason, Odd Grenland: 4,67 (4-5-5)

Indriði Sigurðsson, Lyn: 3,67 (4-4-3)

Theódór Elmar Bjarnason, Lyn: 3,67 (4-4-3)

Ólafur Örn Bjarnson, Brann: 3,33 (3-3-4)

Kristján Örn Sigurðsson, Brann: 1 (1-1-1)

Úrslit 1. umferðar:

Stabæk - Lilleström 1-1

Bodö/Glimt - Fredrikstad 1-1

Lyn - Molde 0-1

Viking - Odd Grenland 3-0

Álasund - Tromsö 1-1

Strömsgodset - Start 3-3

Rosenborg - Vålerenga 3-0

Sandefjord - Brann 3-1








Fleiri fréttir

Sjá meira


×