Lífið

Svínaflensa hindrar Hoffman

Hljómsveitin Hoffman varð að hætta við tvenna tónleika á Iceland Airwaves.
Hljómsveitin Hoffman varð að hætta við tvenna tónleika á Iceland Airwaves.
„Maður var brosandi út að eyrum þangað til í gær, þá bara búmm!“ segir Sæþór Ágústsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Hoffman.

Tveir meðlimir Hoffman hafa greinst með svínaflensu og liggja nú heima í bælinu. Hoffman var ein af fáum hljómsveitum sem áttu að koma tvisvar fram á Iceland Airwaves-hátíðinni, sem hófst í gær.

„Bjarki vill reyndar meina að hann sé að braggast, en Óli liggur bara,“ segir Sæþór svekktur. Hoffman átti að koma fram á Sódómu í gær og Grand Rokki í kvöld. Þá átti hljómsveitin að koma fram á utandagskrártónleikum á Dillon á föstudag á undan hljómsveitinni Klink.

Róbert Aron Magnússon, upplýsingafulltrúi Iceland Airwaves-hátíðarinnar, segir að aðrar hljómsveitir hafi ekki hringt sig inn veikar. „Vonandi sleppur þetta fram yfir helgi,“ segir hann og bætir við að leitt sé að horfa á eftir Hoffman. „Flensan hefur herjað illa á þá. Við vonum að þeir nái bata sem fyrst.“ - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.