Fótbolti

Keane: Pressan er núna alfarið á Frökkum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Nordic photos/AFP

Framherjinn Robbie Keane hjá írska landsliðinu viðurkennir að atvik í lok fyrri umspilsleiks Írlands og Frakklands í Dyflinni hafi kveikt rækilega í sér og liðsfélögum sínum fyrir seinni leik þjóðanna í París í kvöld.

Þá lenti írska landsliðsmanninum Keith Andrews saman við franska landsliðsmanninn Lassana Diarra en Andrews lét hafa eftir sér að Diarra hafi látið út úr sér meiðandi ummæli um Íra. Keane segir þó mikilvægt að Írar einbeiti sér að því að ná hagstæðum úrslitum í kvöld.

„Ummæli Diarra hafa vissulega kveikt í okkur enn frekar en við þurfum að hugsa um að klára það verk sem fyrir höndum ber. Pressan er núna alfarið á Frökkum. Þeir eru að spila á heimavelli og allir búast við því að þeir spila skemmtilegan fótbolta og skori slatta af mörkum," sagði Keane á blaðamannafundi fyrir leik þjóðanna í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×