Körfubolti

Keflavík lagði Íslandsmeistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir átti stórleik með Keflavík í kvöld.
Bryndís Guðmundsdóttir átti stórleik með Keflavík í kvöld. Mynd/Stefán

Keflavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í Iceland Express deild kvenna er liðið vann Íslandsmeistara Hauka á útivelli, 68-67, í spennandi leik.

Keflavík tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en hefur nú unnið þrjá í röð. Liðið er þar með komið upp í fjórða sæti deildarinnar.

Grindavík vann sigur á botnliði Njarðvíkur, 75-60, og er í þriðja sæti deildarinnar með átta stig.

Þá vann Hamar sigur á Snæfelli, 87-71, á útivelli. Hamar er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum á eftir toppliði KR.

Snæfell, Valur og Njarðvík eru í þremur neðstu sætum deildarinnar með fjögur stig hvert. Keflavík og Haukar eru í 4.-5. sæti með sex stig.

Úrslit kvöldsins:

Haukar - Keflavík 67-68



Stig Hauka: Heather Ezell 27, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18 (14 fráköst), Telma Fjalarsdóttir 12 (10 fráköst), Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2.

Stig Keflavíkur: Kristi Smith 19, Bryndís Guðmundsdóttir 18 (13 fráköst, 7 stoðsendingar), Marín Rós Karlsdóttir 10, Birna Valgarðsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Sigrún Albertsdóttir 1.

Snæfell - Hamar 71-87

Stig Snæfells: Kristen Green 36, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6, Sara Sædal Andrésdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3, Rósa Indriðadóttir 2.

Stig Hamars: Koren Schram 26, Kristrún Sigurjónsdóttir 18, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 14, Fanney Guðmundsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 2.

Grindavík - Njarðvík 75-60

Stig Grindavíkur: Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Michele DeVault 14, Jovana Lilja Stefánsdóttir 13, Helga Hallgrímsdóttir 11 (18 fráköst), Petrúnella Skúladóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Alma Rut Garðarsdóttir 2.

Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 23, Auður Jónsdóttir 11, Sigurlaug Guðmundsdóttir 8, Anna María Ævarsdóttir 6, Heiða Valdimarsdóttir 5, Harpa Hallgrímsdóttir 5, Ólöf Helga Pálsdóttir 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×