Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1 18. nóvember 2009 07:01 Kimi Raikkönen hefur meiri tíma fyrir símtöl á næsta ári. mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton. Umboðsmenn Raikkönen segja að hann taki sér árs frí frá Formúlu 1 hið minnsta, en hann vill ekki keppa með nema toppliði í íþróttinni. "Möguleiki Raikkönen fólst í því að keppa með McLaren eða ekki og það náðist ekki samkomulag. Hann mun því ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári. Hann vill frekar keppa um sigur, en vera með og ársfrí er ekkert mál fyrir Raikkönen", sagði Steve Robertson umboðsmaður Raikkönen. Ekki náðist samkomulag um laun á milli McLaren og Raikkönen og þá vildi Finninn ekki fara á eins margar uppákomur fyrir kostendur og McLaren óskaði. Það hefur löngum verið honum þyrnir í augum. Button sér þá væntanlega sæng sína útbreidda með McLaren og hitti liðsmenn að máli á mánudagskvöld. Ferrari keypti Raikkönen undan samningi til að koma Fernando Alonso að hjá liðinu, en margir eru á þeirri skoðun að Raikkönen sé saddur af Formúlu 1 og skipti yfir í rallakstur. Sjá meira um málið
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira