Enski boltinn

Eduardo gerir nýjan langtímasamning við Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Eduardo fagnar marki í leik með Arsenal.
Eduardo fagnar marki í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Eduardo hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

„Eduardo er sérstakur leikmaður sem býr yfir miklum hæfileikum," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á heimasíðu félagsins. „Við erum afar ánægðir með að hann verði áfram hjá okkur."

Eduardo gekk í raðir Arsenal í júlí árið 2007 og hefur skorað alls átján mörk í 48 leikjum. Frægt er þegar hann fótbrotnaði illa í leik gegn Birmingham en hann lék ekkert í næstum heilt ár vegna meiðslanna.

„Ég er mjög ánægður og vonandi verð ég hjá Arsenal eins lengi og ég mögulega get," sagði Eduardo sjálfur. „Mér líður vel og gæti spilað heilan knattspyrnuleik á þriggja daga fresti ef þess væri þörf."

Eins og hefur tíðkast þegar Arsenal gerir nýja langtímasamninga við leikmenn sína er ekki tilgreint hversu langur samningstíminn er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×