Sigmundur Davíð bestur - Gunnar Helgi í ruglinu Breki Logason skrifar 6. október 2009 00:01 Ögmundur Jónasson Mynd/Stefán Karlsson Ögmundur Jónasson var veikur heima þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann horfði hinsvegar á umræðurnar í sjónvarpinu og þótti ýmsir góðir. Hrifnastur var hann þó af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Ögmundur botnar ekkert í stjórnmálafræðiprófessor sem segir Ögmund halda ríkisstjórninni í gíslingu. „Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur um fullyrðingar prófessorsins. Það vakti athygli að Ögmundur var víðsfjarri þingsal í kvöld en nokkuð hefur gustað um hann síðan hann hætti sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttir bárust af því í dag að hann hefði beðist undan því að mæla fyrir hönd VG í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína. „Ég horfði hinsvegar á þetta og mönnum mæltist ágætlega. Sigmundur Davíð þótti mér góður, ýmsir voru ágætir, en hann var bestur," segir Ögmundur. Aðspurður um ríkisstjórnarsamstarfið og hvað muni gerast á næstu dögum segir Ögmundur það ráðast með niðurstöðunni í Icesavemálinu. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, hélt því fram á Vísi í gærmorgun að Ögmundur héldi ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta skilur Ögmundur ekki og spyr hvar Gunnar hafi lært fræði sín. „Hvernig getur einstaklingur sem vill styrkja þingræðið og vill að þingið greiði atkvæði og útkljái þetta mál frjálst og óháð verið að halda mönnum í gíslingu. Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur allt annað en ánægður. „Maður sem að víkur úr ríkisstjórn sem hótar að sprengja sjálfa sig í loft upp ef viðkomandi hverfur ekki frá afstöðu sinni er sakaður um að halda ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta er eitthvað skrýtið." Þannig að þú varst frekar að bjarga henni? „Ég hefði haldið það frekar." „Ég er hræddur um að ég hefði fallið á prófi Gunnars Helga og ég bíð ekki í þá sem ná prófi í þessum vísindum." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Ögmundur Jónasson var veikur heima þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann horfði hinsvegar á umræðurnar í sjónvarpinu og þótti ýmsir góðir. Hrifnastur var hann þó af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Ögmundur botnar ekkert í stjórnmálafræðiprófessor sem segir Ögmund halda ríkisstjórninni í gíslingu. „Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur um fullyrðingar prófessorsins. Það vakti athygli að Ögmundur var víðsfjarri þingsal í kvöld en nokkuð hefur gustað um hann síðan hann hætti sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttir bárust af því í dag að hann hefði beðist undan því að mæla fyrir hönd VG í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína. „Ég horfði hinsvegar á þetta og mönnum mæltist ágætlega. Sigmundur Davíð þótti mér góður, ýmsir voru ágætir, en hann var bestur," segir Ögmundur. Aðspurður um ríkisstjórnarsamstarfið og hvað muni gerast á næstu dögum segir Ögmundur það ráðast með niðurstöðunni í Icesavemálinu. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, hélt því fram á Vísi í gærmorgun að Ögmundur héldi ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta skilur Ögmundur ekki og spyr hvar Gunnar hafi lært fræði sín. „Hvernig getur einstaklingur sem vill styrkja þingræðið og vill að þingið greiði atkvæði og útkljái þetta mál frjálst og óháð verið að halda mönnum í gíslingu. Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur allt annað en ánægður. „Maður sem að víkur úr ríkisstjórn sem hótar að sprengja sjálfa sig í loft upp ef viðkomandi hverfur ekki frá afstöðu sinni er sakaður um að halda ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta er eitthvað skrýtið." Þannig að þú varst frekar að bjarga henni? „Ég hefði haldið það frekar." „Ég er hræddur um að ég hefði fallið á prófi Gunnars Helga og ég bíð ekki í þá sem ná prófi í þessum vísindum."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira