Kreppan herjar á Dani, skuldir og gjaldþrot aukast 6. október 2009 09:08 Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um ástandið kemur fram að ljósi punkturinn í þessari þróun er að aðeins dró úr gjaldþrotum og nauðungaruppboðum milli mánaðanna ágúst og september. Alls urðu 458 fyrirtæki gjaldþrota í september sem er 4% minni fjöldi en í ágúst. Í þessum gjaldþrotum misstu 1.259 manns vinnuna. Þá voru 395 nauðungaruppboð haldin í september sem er 6% minni fjöldi en í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Gjaldþrotin í ár hafa aukið verulega á greiðslubyrði Ábyrgðarsjóðs launa (LG) í Danmörku en þar á bæ reikna menn með að þurfa að greiða út tvöfalt hærri upphæð en í fyrra. Allt árið í fyrra leituðu 19.000 einstaklingar til LG vegna gjaldþrota fyrirtækja og námu greiðslur sjóðsins um 500 milljónum danskra kr. Fram til september í ár var þessi fjöldi kominn í 24.000 einstaklinga og greiðslur ársins voru komnar í 800 milljónir danskra kr. Ekki blæs byrlegar í fjármálum hins opinbera í Danmörku. Fjárlagahallinn mun nema 5 milljörðum danskra kr. í ár eða um 120 milljörðum kr. og reiknað er með að hallinn verði álíka á næsta ári. Þar með ná heildarskuldir ríkissjóðs upp í 90 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. Þetta samsvarar um 5% af landsframleiðslu landsins. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um ástandið kemur fram að ljósi punkturinn í þessari þróun er að aðeins dró úr gjaldþrotum og nauðungaruppboðum milli mánaðanna ágúst og september. Alls urðu 458 fyrirtæki gjaldþrota í september sem er 4% minni fjöldi en í ágúst. Í þessum gjaldþrotum misstu 1.259 manns vinnuna. Þá voru 395 nauðungaruppboð haldin í september sem er 6% minni fjöldi en í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Gjaldþrotin í ár hafa aukið verulega á greiðslubyrði Ábyrgðarsjóðs launa (LG) í Danmörku en þar á bæ reikna menn með að þurfa að greiða út tvöfalt hærri upphæð en í fyrra. Allt árið í fyrra leituðu 19.000 einstaklingar til LG vegna gjaldþrota fyrirtækja og námu greiðslur sjóðsins um 500 milljónum danskra kr. Fram til september í ár var þessi fjöldi kominn í 24.000 einstaklinga og greiðslur ársins voru komnar í 800 milljónir danskra kr. Ekki blæs byrlegar í fjármálum hins opinbera í Danmörku. Fjárlagahallinn mun nema 5 milljörðum danskra kr. í ár eða um 120 milljörðum kr. og reiknað er með að hallinn verði álíka á næsta ári. Þar með ná heildarskuldir ríkissjóðs upp í 90 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. Þetta samsvarar um 5% af landsframleiðslu landsins.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira