Kreppan herjar á Dani, skuldir og gjaldþrot aukast 6. október 2009 09:08 Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um ástandið kemur fram að ljósi punkturinn í þessari þróun er að aðeins dró úr gjaldþrotum og nauðungaruppboðum milli mánaðanna ágúst og september. Alls urðu 458 fyrirtæki gjaldþrota í september sem er 4% minni fjöldi en í ágúst. Í þessum gjaldþrotum misstu 1.259 manns vinnuna. Þá voru 395 nauðungaruppboð haldin í september sem er 6% minni fjöldi en í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Gjaldþrotin í ár hafa aukið verulega á greiðslubyrði Ábyrgðarsjóðs launa (LG) í Danmörku en þar á bæ reikna menn með að þurfa að greiða út tvöfalt hærri upphæð en í fyrra. Allt árið í fyrra leituðu 19.000 einstaklingar til LG vegna gjaldþrota fyrirtækja og námu greiðslur sjóðsins um 500 milljónum danskra kr. Fram til september í ár var þessi fjöldi kominn í 24.000 einstaklinga og greiðslur ársins voru komnar í 800 milljónir danskra kr. Ekki blæs byrlegar í fjármálum hins opinbera í Danmörku. Fjárlagahallinn mun nema 5 milljörðum danskra kr. í ár eða um 120 milljörðum kr. og reiknað er með að hallinn verði álíka á næsta ári. Þar með ná heildarskuldir ríkissjóðs upp í 90 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. Þetta samsvarar um 5% af landsframleiðslu landsins. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um ástandið kemur fram að ljósi punkturinn í þessari þróun er að aðeins dró úr gjaldþrotum og nauðungaruppboðum milli mánaðanna ágúst og september. Alls urðu 458 fyrirtæki gjaldþrota í september sem er 4% minni fjöldi en í ágúst. Í þessum gjaldþrotum misstu 1.259 manns vinnuna. Þá voru 395 nauðungaruppboð haldin í september sem er 6% minni fjöldi en í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Gjaldþrotin í ár hafa aukið verulega á greiðslubyrði Ábyrgðarsjóðs launa (LG) í Danmörku en þar á bæ reikna menn með að þurfa að greiða út tvöfalt hærri upphæð en í fyrra. Allt árið í fyrra leituðu 19.000 einstaklingar til LG vegna gjaldþrota fyrirtækja og námu greiðslur sjóðsins um 500 milljónum danskra kr. Fram til september í ár var þessi fjöldi kominn í 24.000 einstaklinga og greiðslur ársins voru komnar í 800 milljónir danskra kr. Ekki blæs byrlegar í fjármálum hins opinbera í Danmörku. Fjárlagahallinn mun nema 5 milljörðum danskra kr. í ár eða um 120 milljörðum kr. og reiknað er með að hallinn verði álíka á næsta ári. Þar með ná heildarskuldir ríkissjóðs upp í 90 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. Þetta samsvarar um 5% af landsframleiðslu landsins.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira