Erlent

Umhverfisvæn Hróarskelda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skreytingar á svæðinu bera þetta mjög með sér.
Skreytingar á svæðinu bera þetta mjög með sér. MYND/Reuters

Umhverfisvernd verður eins konar þema tónlistarhátíðarinnar í Hróarskeldu í Danmörku í ár og grænn litur mjög áberandi í öllum skreytingum á hátíðarsvæðinu. Endurunnin efni verða áberandi á svæðinu og gestir eru hvattir til að taka svokölluð græn skref í átt að hátíðinni, til dæmis með því að koma þangað hjólandi eða með almenningssamgöngum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Kaupmannahöfn í desember og er hún að hluta til ástæðan fyrir þessari grænu Hróarskelduhátíð. Búist er við að 65.000 manns sæki hátíðina í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×