Segir frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis meingallað Höskuldur Kári Schram skrifar 2. desember 2009 12:14 Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira