Ísland numið á árunum 700 til 750 Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2009 19:06 Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á mannvistarleifar sem benda til að menn hafi verið búnir að setjast að nokkru áður en sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi byggt sinn bústað. Það var hins vegar doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðardóttur fyrir tuttugu árum, sem byggði bæði á rannsóknum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og Kvosinni í Reykjavík, sem fyrst storkaði fyrir alvöru hinni opinberu söguskoðun að Ísland hefði verið numið í kringum árið 874.Margrét segir að elsta byggð sé örugglega eldri, - og ekki ólíklega allnokkru eldri en frá 874. Þetta hafi ekki aðeins aldursgreiningar mannvistarleifa sýnt heldur einnig frjógreiningar sem sýna gróðurfarsbreytingar vegna búsetu manna. En hversvegna er þá sögukennslunni ekki breytt í skólum?Margrét segir greinilega tregðu í íslenskri sagnfræðingastétt. Hún telur stöðu fornleifafræðinnar innan háskólasamfélagsins á Íslandi einnig skipta máli. Hún sé ekki sjálfstæð heldur einskonar stoðgrein sagnfræði. Fornleifafræðin þurfi að verða frjáls.En hvaða ártal eiga Íslendingar að nota í staðinn fyrir 874? Ekkert eitt, telur Margrét, fremur líklegt árabil. Á fyrri hluta áttundu aldar, á árunum 700 til 750, - þá gætu menn hafa byrjað að setjast hér að, svarar hún.Hún gefur lítið fyrir að þeir fyrstu hafi bara verið papar. Engar minjar hafi enn fundist um að hér hafi írskir menn verið upphaflega. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á mannvistarleifar sem benda til að menn hafi verið búnir að setjast að nokkru áður en sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi byggt sinn bústað. Það var hins vegar doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðardóttur fyrir tuttugu árum, sem byggði bæði á rannsóknum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og Kvosinni í Reykjavík, sem fyrst storkaði fyrir alvöru hinni opinberu söguskoðun að Ísland hefði verið numið í kringum árið 874.Margrét segir að elsta byggð sé örugglega eldri, - og ekki ólíklega allnokkru eldri en frá 874. Þetta hafi ekki aðeins aldursgreiningar mannvistarleifa sýnt heldur einnig frjógreiningar sem sýna gróðurfarsbreytingar vegna búsetu manna. En hversvegna er þá sögukennslunni ekki breytt í skólum?Margrét segir greinilega tregðu í íslenskri sagnfræðingastétt. Hún telur stöðu fornleifafræðinnar innan háskólasamfélagsins á Íslandi einnig skipta máli. Hún sé ekki sjálfstæð heldur einskonar stoðgrein sagnfræði. Fornleifafræðin þurfi að verða frjáls.En hvaða ártal eiga Íslendingar að nota í staðinn fyrir 874? Ekkert eitt, telur Margrét, fremur líklegt árabil. Á fyrri hluta áttundu aldar, á árunum 700 til 750, - þá gætu menn hafa byrjað að setjast hér að, svarar hún.Hún gefur lítið fyrir að þeir fyrstu hafi bara verið papar. Engar minjar hafi enn fundist um að hér hafi írskir menn verið upphaflega.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira