Viðskipti erlent

Munir úr eigu Kray-bræðranna á uppboð í London

Persónulegir munir úr eigu hinna alræmdu Kray-bræðra í Bretlandi verða settir á uppboð í London undir lok mánaðarins.

Reggie og Ronnie Kray voru tvíburar sem stjórnuðu stórum hluta af glæpaheimi austurhluta London á árunum frá 1950 og fram til 1968 er þeir voru handteknir. Þeir voru alræmdir fyrir hrottaskap en meðal glæpa þeirra voru morð, vopnuð rán, líkamsárásir, fjárkúgun o. fl.

Munir þeir sem boðnir verða upp eru m.a. silfurslegnar krúsir, ermahnappar, föt, Ray-Ban gleraugu og óbirtar myndir úr brúðkaupi Reggie árið 1965.

Þarna er einnig að finna bréf frá listmálaranum Francis Bacon sem þakkar Ronnie fyrir að hafa sent sér nokkur landslagsmálverk sem Ronnie dundaði við að mála í frístundum sínum.

Munir þeir sem hér um ræðir koma úr geymslum Broadmoor og Parkhurst fangelsanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×