Innlent

Lögregludólgur í þriggja ára fangelsi

Már Ívar sparkaði tvívegis í lögregluþjóna.
Már Ívar sparkaði tvívegis í lögregluþjóna.

Hæstiréttur staðfesti þriggja ára fangelsisdóm yfir síbrotamanninum Má Ívari Henryssyni. Már, sem er rúmlega þrítugur, var sakfelldur fyrir að sparka þrívegis í lögreglumenn auk fjöldann allan af þjófnaðarbrotum, ölvunarakstur og fjársvik.

Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin og segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hann hafi ávallt reynt að hylja slóð sína.

Þá segir einnig í dómsorði að árásirnar á lögreglumennina hafi ekki verið ofbeldisfull en hún hafi verið lævisísleg.

Frá dómi Más dregst gæsluvarðhald sem hann sætti frá ágúst á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×