Lífið

Andrea Gylfa og Eddi Lár stilla saman strengi á ný

Söngkonan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Eddi Lár stilla saman strengi sína á ný í kvöld á Bar 46 við Hverfisgötu (áður Sportbarinn).

Andrea og Eddi hafa ekki komið fram saman í rúmt ár en voru áður þekkt „par" í tónlistinni. Andrea segir að þau muni spila svona sittlítið af hverju. „Annars fer lagavalið hjá okkur eiginlega alvega eftir stuðinu á staðnum," segir dívan.

Tónleikarnir hefjast um tíuleytið og er ókeypis inn. Bar 46 var opnaður nýlega en þar verður töluverð áhersla lögð á menningu auk boltans og billjardsins. Sem stendur er myndlistarmaðurinn Ómar Stefánsson með viðmikla einkasýningu á staðnum og verður svo til áramóta.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.