Innlent

Aðsókn á skíðasvæði eykst mikið

Frá Hlíðarfjalli við Akureyri.
Frá Hlíðarfjalli við Akureyri. MYND/Ægir

Aðsókn á öllum skíðasvæðum á landinu jókst mikið veturinn 2008 til 2009. Aukning frá því í fyrra var um 42%, en gestir voru 241 þúsund í vetur samanborið við 170 þúsund gesti árið áður.

„Skíðaveturinn var sérlega góður. Aldrei hafa eins margir nýtt sér aðstöðuna sem skíðasvæðin á Íslandi hafa að bjóða," segir í tilkynningu frá Samtökum skíðasvæða á Íslandi.

Þar segir að nokkrar skýringar kunni að vera á aukinni aðsókn. Snjóalög og veðurfar hafi verið sérlega hagstæð en einnig hafði staða efnahagsmála augljóslega áhrif. Talsvert hafi verið minna um að fólk færi í skíðaferðir til annarra landa.

Skíðaveturinn hófst snemma. Fyrsta skíðasvæðið sem var opnað var skíðsvæðið á Dalvík en þar hófst vertíðin 25. október 2008. Flest skíðasvæðin á Norðurlandi fylgdu fljótlega í kjölfarið. Skíðavæði í öðrum landshlutum voru komin í fullan rekstur um miðjan desember. Síðustu skíðasvæðunum var lokað 3. maí en það voru Hlíðarfjall ofan Akureyrar, og skíðasvæðin á Siglufirði og Seyðisfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×