Viðskipti erlent

Hlutabréf í Rio Tinto lækka um 9% vegna óvissu

Hlutabréf í álrisanum Rio Tinto hafa fallið um tæp 9% í morgun vegna óvissu um 19,5 milljarða dollara aðkomu kínverska félagsins Chinalco í eigendahóp Rio Tinto. Talið er að áströlsk stjórnvöld ætli sér að koma í veg fyrir kaup Kínverjanna. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík.

Samkvæmt frétt um málið á Dow Jones Newswires hefur öldungardeild ástralska þingsins nú ákveðið að rannsaka fyrirhugaða fjárfestingu Chinalco í Rio Tinto og hugsanlegar afleiðingar hennar. Rannsókninni á að vera lokið í júní n.k. Ástralir óttast að með fjárfestingunni muni Kínverjar fá yfirráð yfir stórum hluta af málmauðæfum landsins.

„Það er augljóst að markaðurinn er taugatrekktur vegna Chinalco málsins þrátt fyrir að það sé besti möguleikinn í stöðunni fyrir Rio Tinto," segir Clyn Lawcock greinandi hjá UBS í samtali við Dow Jones.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×