Innlent

Einn slasaðist í Kríuhólum - fimm í haldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kríuhólar 4, þar sem árásin átti sér stað.
Kríuhólar 4, þar sem árásin átti sér stað.

Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með höfuðáverka eftir ryskingarnar í Kríuhólum eftir hádegið. Fimm voru handteknir og segir lögregla að svo virðist vera sem fimmmenningarnir hafi ráðist á manninn sem slasaðist.

Samkvæmt frásögn íbúa í húsinu búa nokkrir karlmenn á þriðju hæð hússins sem kvartað hefur verið undan. Nágranninn sagði að slegist hefði verið í íbúðinni í morgun og hann hefði tekið eftir því þegar verið var að leiða menn inn í lögreglubíl.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru mennirnir nú í yfirheyrslum og verða fram eftir degi.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×