Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu 29. maí 2009 04:30 Heimsendastemning ríkir í hinum stoltu höfuðstöðvum GM í Detroit. fréttablaðið/AP Um helgina rennur út frestur sem stjórnendur General Motors – sem lengi var stærsti bílaframleiðandi heims – hafa til að semja við lánardrottna sína til að afstýra gjaldþroti. Þær viðræður sem átt hafa sér stað um málið þessa vikuna hafa bara snúist um aðferðafræðina við að keyra „gamla GM“ í gegnum gjaldþrot svo að sem fyrst verði hægt að fela endurreistu fyrirtæki án sligandi skuldaklafa að halda „straumlínulöguðum“ rekstri áfram. Samkvæmt því sem frést hafði í gær um gang viðræðnanna er hópur stærstu lánardrottna GM, sem eiga um fimmtung ótryggðra heildarskulda samsteypunnar, nú jákvæðari fyrir áformum stjórnvalda um að keyra GM í gegnum hraðgjaldþrot, gegn því að lánardrottnarnir fái stærri hlut í hinu endurreista fyrirtæki en þeim hafði áður verið boðið. Samkvæmt því tilboði sem þeim var gert fyrr í vikunni áttu þeir að fá tíu prósent hlutafjár í nýja fyrirtækinu gegn því að afskrifa kröfur sínar. Því tilboði var hafnað. Samkvæmt nýja tilboðinu er áætlunin sú að ríkið eigi 72,5 prósent hlutafjár í endurreistu GM, eftirlaunasjóður starfsmanna 17,5 prósent og aðrir kröfuhafar 10 prósent. Þeim síðastnefndu mun jafnframt standa til boða að kaupa 15 prósent hlutafjár til viðbótar (af ríkinu) á niðursettu verði. Áformin gera ráð fyrir að í hinu endurreista GM verði aðeins arðbærustu einingar fyrirtækisins en þær sem standa síst undir sér verða skildar eftir í því gamla. Þær eignir verði í gegnum gjaldþrotaferlið nýttar til að greiða almennum kröfuhöfum. Þetta er hliðstætt ferli og ákveðið var fyrir Chrysler fyrir mánuði. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sem komið hefur að viðræðunum í Detroit að til standi að loka fjórtán verksmiðjum, en með þeim tapast um 21.000 störf. Enn er óljóst hvað verður um Evrópudeild GM, en uppistaða hennar eru Opel-verksmiðjurnar í Þýskalandi. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka reksturinn yfir, en þau áform eru öll háð því að stjórnvöld í Þýskalandi (og öðrum löndum Evrópu þar sem GM er með umsvif) gangist í ábyrgðir fyrir fjármögnun yfirtökunnar, gegn því að heita því að skera ekki niður fleiri störf en ýtrasta nauðsyn krefur. Viðræður fóru fram milli málsaðila í Berlín í fyrradag. Fundurinn teygðist fram á nótt en endaði án niðurstöðu, að sögn vegna þess að það var ekki fyrr en á honum stóð að upp úr dúrnum kom að Opel þarf á 300 milljónum evra meira til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar en hingað til var talið. Í dag, föstudag, á að ræða möguleikana á lausn á sérboðuðum bráðafundi ráðherra frá þeim Evrópusambandslöndum þar sem mörg GM-störf eru í húfi. audunn@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Um helgina rennur út frestur sem stjórnendur General Motors – sem lengi var stærsti bílaframleiðandi heims – hafa til að semja við lánardrottna sína til að afstýra gjaldþroti. Þær viðræður sem átt hafa sér stað um málið þessa vikuna hafa bara snúist um aðferðafræðina við að keyra „gamla GM“ í gegnum gjaldþrot svo að sem fyrst verði hægt að fela endurreistu fyrirtæki án sligandi skuldaklafa að halda „straumlínulöguðum“ rekstri áfram. Samkvæmt því sem frést hafði í gær um gang viðræðnanna er hópur stærstu lánardrottna GM, sem eiga um fimmtung ótryggðra heildarskulda samsteypunnar, nú jákvæðari fyrir áformum stjórnvalda um að keyra GM í gegnum hraðgjaldþrot, gegn því að lánardrottnarnir fái stærri hlut í hinu endurreista fyrirtæki en þeim hafði áður verið boðið. Samkvæmt því tilboði sem þeim var gert fyrr í vikunni áttu þeir að fá tíu prósent hlutafjár í nýja fyrirtækinu gegn því að afskrifa kröfur sínar. Því tilboði var hafnað. Samkvæmt nýja tilboðinu er áætlunin sú að ríkið eigi 72,5 prósent hlutafjár í endurreistu GM, eftirlaunasjóður starfsmanna 17,5 prósent og aðrir kröfuhafar 10 prósent. Þeim síðastnefndu mun jafnframt standa til boða að kaupa 15 prósent hlutafjár til viðbótar (af ríkinu) á niðursettu verði. Áformin gera ráð fyrir að í hinu endurreista GM verði aðeins arðbærustu einingar fyrirtækisins en þær sem standa síst undir sér verða skildar eftir í því gamla. Þær eignir verði í gegnum gjaldþrotaferlið nýttar til að greiða almennum kröfuhöfum. Þetta er hliðstætt ferli og ákveðið var fyrir Chrysler fyrir mánuði. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sem komið hefur að viðræðunum í Detroit að til standi að loka fjórtán verksmiðjum, en með þeim tapast um 21.000 störf. Enn er óljóst hvað verður um Evrópudeild GM, en uppistaða hennar eru Opel-verksmiðjurnar í Þýskalandi. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að taka reksturinn yfir, en þau áform eru öll háð því að stjórnvöld í Þýskalandi (og öðrum löndum Evrópu þar sem GM er með umsvif) gangist í ábyrgðir fyrir fjármögnun yfirtökunnar, gegn því að heita því að skera ekki niður fleiri störf en ýtrasta nauðsyn krefur. Viðræður fóru fram milli málsaðila í Berlín í fyrradag. Fundurinn teygðist fram á nótt en endaði án niðurstöðu, að sögn vegna þess að það var ekki fyrr en á honum stóð að upp úr dúrnum kom að Opel þarf á 300 milljónum evra meira til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar en hingað til var talið. Í dag, föstudag, á að ræða möguleikana á lausn á sérboðuðum bráðafundi ráðherra frá þeim Evrópusambandslöndum þar sem mörg GM-störf eru í húfi. audunn@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira