Honda hafnar 1.6 miljarða tilboði 23. febrúar 2009 10:04 Allt virðist upp í loft varðandi mögulega sölu á búnaði Honda liðsins, sem verður lagt niður 1. mars ef engin kaupandi finnst. Yfirmaður Honda í Japan sagði eftir stjórnarfund að ekkert alvöru kauptilboð hefði borist. Takeo Fukui forstjóri Honda segir að fyrirtækið væri í vanda að finna kaupanda. Samt sem áður hefur Bernie Ecclestone unnið að því hörðum höndum að finna kaupanda, en segir Honda neita hjálpinni sem hann hefur boðið. Á móti segir Fukui söluferlið hafa reynst þeim snúið. Ecclestone segir að Nick Fry og Ross Brawn hafi boðið Honda 100 miljónir punda fyrir búnað liðsins, en því hafi verið hafnað. Mercedes er tilbúið að selja nýju liði vélar, en nú virðist hafa fokið í flest skjól, nema umsögn Fukui sé til þess gerð að fá hærra tilboð. Richard Branson eigandi Virgin flugfélagsins hefur einnig áhuga á liðinu og Ecclestone hefur haft milligöngu um hans áhuga en Ecclestone segir málið nú í höndum Honda. Mercedes menn segjast ekki geta beðið mikið lengur eftir ákvörðun. Sjá nánar um Honda málið Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Allt virðist upp í loft varðandi mögulega sölu á búnaði Honda liðsins, sem verður lagt niður 1. mars ef engin kaupandi finnst. Yfirmaður Honda í Japan sagði eftir stjórnarfund að ekkert alvöru kauptilboð hefði borist. Takeo Fukui forstjóri Honda segir að fyrirtækið væri í vanda að finna kaupanda. Samt sem áður hefur Bernie Ecclestone unnið að því hörðum höndum að finna kaupanda, en segir Honda neita hjálpinni sem hann hefur boðið. Á móti segir Fukui söluferlið hafa reynst þeim snúið. Ecclestone segir að Nick Fry og Ross Brawn hafi boðið Honda 100 miljónir punda fyrir búnað liðsins, en því hafi verið hafnað. Mercedes er tilbúið að selja nýju liði vélar, en nú virðist hafa fokið í flest skjól, nema umsögn Fukui sé til þess gerð að fá hærra tilboð. Richard Branson eigandi Virgin flugfélagsins hefur einnig áhuga á liðinu og Ecclestone hefur haft milligöngu um hans áhuga en Ecclestone segir málið nú í höndum Honda. Mercedes menn segjast ekki geta beðið mikið lengur eftir ákvörðun. Sjá nánar um Honda málið
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira