Viðskipti erlent

Þýsk stjórnvöld eignast 25% í Commerzbank

Þýsk stjórnvöld hafa veitt næststærsta banka landsins neyðarlán upp á 10 milljarða evra, eða 1.700 milljarða kr. og hafa í staðinn eignast 25% í bankanum.

Þetta er í annað sinn sem bankinn neyðist til að leita ásjár þýskra stjórnvalda síðan í haust en bankinn hefur orðið óþyrmilega fyrir barðinu á fjármálakeppunni.

FL Group átti á sínum tíma um 4% hlut í Commerzbank en neyddist til að selja þann hlut 2007 og í fyrra með miklu tapi.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×