Enski boltinn

Rooney gaf konunni líkamsræktarleik í jólagjöf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hvað gefur maður konu í jólagjöf sem á allt? Wayne Rooney er einn af þeim mönnum sem stóð frammi fyrir þessari spurningu fyrir jólin.

Hann hefur gefið eiginkonu sinni, Coleen, bíla, skartgripi og handtöskur í gegnum tíðina en ekki að þessu sinni.

Wayne hætti sér inn á sprengjusvæðið í ár er hann gaf konunni Wii Fit líkamsræktarleikinn frá Nintendo.

Coleen er ekki mikið fyrir að skilja son þeirra eftir heima og Wayne fannst því sniðugt að gefa henni þessa gjöf svo hún gæti æft heima.

Engu að síður er það alltaf hættulegt að mæla með því að konan eigi að fara að æfa meira. Það þekkja eflaust einhverjir.

Engum spurnum fer af því hvað Coleen fannst um gjöfina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×