Arfaslakt gengi meistara Pittsburgh Steelers er farið að hafa áhrif víða. Nú hefur 62 ára gömul móðir James Harrison, varnarmanns liðsins, verið ákærð fyrir árás.
Gamla konan var að horfa á leik Pittsburgh og Cleveland á fimmtudag, sem Steelers tapaði, í félagsheimili nokkru.
Eitthvað virðist hafa komið upp á því allt varð vitlaust á staðnum, menn og konur kýldu frá sér og köstuðu bjórflöskum.
Móðir Harrison ku hafa haft sig mikið frammi en hún var líklega að verja son vegna skítkasts í salnum.
Harrison var valinn varnarmaður ársins í NFL-deildinni í fyrra.