Henning: Ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2009 12:55 Henning Henningsson, nýr þjálfari A-landsliðs kvenna. Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik