Viðskipti erlent

Líklegt að Englandsbanki færi vexti undir 1 prósent

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Líklegt þykir að Englandsbanki muni lækka stýrivexti niður fyrir eitt prósent í viðleitni sinni til að draga úr áhrifum efnahagskreppunnar þar í landi.

Vísbendingar um þetta segjast sérfræðingar sjá í nýrri ársfjórðungsskýrslu bankans, sem er allt annað en jákvæð. Kemur þar meðal annars fram að samdráttur efnahagslífsins muni enn aukast, um allt að fjögur prósent fram að miðju ári.

Bankastjóri Englandsbanka, Mervyn King, var enda þungbrýnn í sjónvarpsávarpi þar sem hann sagði breskan efnahag ekki hafa náð annarri eins lægð síðan árið 1980, og enn ætti eftir að harðna á dalnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×