Meistararnir mætast í einstaklingskeppni 4. nóvember 2009 11:24 Michael Schumacher vann í landsflokknum í gær í úrslitum í gær og keppir í dag í einstaklingskeppninni. mynd: kappakstur.is Meistarar meistaranna mætast á í einstaklingskeppni á Olympíuleikvanginum í Bejing í dag. Þá verður seinni dagur í meistaramóti ökumanna á malbikaðri samhliða braut sem búið er að leggja yfir grasvöllinn á staðnum. Í gær unnu Michael Schumacher og Sebastian Vettel landskeppnina fyrir hönd Þýskalands, en í dag takast allir keppendur á sem einstaklingar. Rallmeistarinn Sebastian Leob vann einstaklingskeppnina í fyrra, en er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Í hans stað er Miki Hirvonen sem varð annar í stigamótinu í rallakstri í ár og Marcus Grönholm, tvöfaldur rallmeistari. Stærsta nafnið, auk Schumachers er vafalaust Jenson Button, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, sem komst í úrslit í gær með liði Bretlands, sem tapaði fyrir Þýskalandi. Nú getur hann ljós sitt skína í einstaklingskeppninni. Button mætir Le Mans sigurvegarnum áttfalda Tom Kristensen frá Danmörku í fyrstu umferð. Schumacher keppir gegn David Coulthard og mætir líka Grönholm í sínum riðli. Hver ökumaður fær þrjá andstæðinga í fyrsta riðli og sá sem nær bestum árangri í hverjum riðli heldur áfram í undanúrslit. Bein útsending er frá mótinu í Bejing á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 12.00. Sjá uppröðun í riðla dagsins Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Meistarar meistaranna mætast á í einstaklingskeppni á Olympíuleikvanginum í Bejing í dag. Þá verður seinni dagur í meistaramóti ökumanna á malbikaðri samhliða braut sem búið er að leggja yfir grasvöllinn á staðnum. Í gær unnu Michael Schumacher og Sebastian Vettel landskeppnina fyrir hönd Þýskalands, en í dag takast allir keppendur á sem einstaklingar. Rallmeistarinn Sebastian Leob vann einstaklingskeppnina í fyrra, en er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Í hans stað er Miki Hirvonen sem varð annar í stigamótinu í rallakstri í ár og Marcus Grönholm, tvöfaldur rallmeistari. Stærsta nafnið, auk Schumachers er vafalaust Jenson Button, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, sem komst í úrslit í gær með liði Bretlands, sem tapaði fyrir Þýskalandi. Nú getur hann ljós sitt skína í einstaklingskeppninni. Button mætir Le Mans sigurvegarnum áttfalda Tom Kristensen frá Danmörku í fyrstu umferð. Schumacher keppir gegn David Coulthard og mætir líka Grönholm í sínum riðli. Hver ökumaður fær þrjá andstæðinga í fyrsta riðli og sá sem nær bestum árangri í hverjum riðli heldur áfram í undanúrslit. Bein útsending er frá mótinu í Bejing á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 12.00. Sjá uppröðun í riðla dagsins
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira