Steinunn Valdís: Prófkjör kosta 22. apríl 2009 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki. Kosningar 2009 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki.
Kosningar 2009 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira