Viðskipti innlent

Gera út frá Danmörku

Jón Karl Ólafsson
Jón Karl Ólafsson

„Flugfélagið er að vinna að því að tryggja sér flugrekstrarleyfi í Danmörku vegna þess að Ísland stendur utan Evrópusambandsins," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Primera Air.

Félagið hefur fram til þessa flogið héðan til Svíþjóðar og þaðan til Tyrklands. Tyrkir eru nú í þann mund að loka fyrir þau félög sem standa utan ESB en fljúga til landsins frá þriðja landi. „Við teljum að stjórnvöld í Egyptalandi og Tyrklandi séu að undirbúa samninga sem þessa við ESB. Við verðum ekki sjálfkrafa hluti af því. Það er vandamál sem við verðum að bregðast við annars lokumst við inni," segir Jón Karl. Hann bætir við að íslensk stjórnvöld hafi staðið sig vel í samningagerð við önnur ríki. En um leið og harðnaði í ári hafi allar samningaumleitanir orðið erfiðari.

Tvær flugvélar Primera hafa verið fluttar út og munu þær fljúga þaðan með farþega til þeirra landa sem hafa samið með þessum hætti við ESB.

Um fjögur hundruð manns vinnur hjá Primera, þar af sjá um sextíu manns um daglegan rekstur hérlendis. Ekki stendur til að breyta því. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×