Forsvarsmenn Aston Martin bílaframleiðandanna hafa viðurkennt að þeir geti hugsanlega ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bönkunum á þessu ári í þeim ólgusjó sem fjármálakerfið er í.
Þótt David Richard, stjórnarformaður fyrirtækisins, viðurkenni þetta, segir hann hins vegar í samtali við The Sunday Times að Aston sé ekki í neinum bráðum fjárhagsvanda. Hann fullyrðir jafnframt að fyrirtækið sé betur í stakk búið til að fást við niðursveifluna í hagkerfinu en keppinautarnir.
Fyrirtækið var keypt út úr Ford samsteypunni árið 2007 á tæpar 480 milljónir punda með stuðningi kúveiskra fjárfesta. Talið er að ef fjármálakreppan haldi áfram þurfi hluthafar að leggja meira hlutafé inn í félagið.
Um 600 störf hjá fyrirtækinu hafa verið lögð niður og framleiðsla dregin saman vegna samdráttarins í efnahagslífinu.
Þór Þorl.
Valur