Lífið

Duplex haldin í fyrsta sinn

sykur Hljómsveitin Sykur er á meðal þeirra sem spila á Duplex á laugardaginn.mynd/hörður
sykur Hljómsveitin Sykur er á meðal þeirra sem spila á Duplex á laugardaginn.mynd/hörður

Tónleikaserían Duplex verður haldin í fyrsta sinn á Sódómu og Batteríinu á laugardaginn. Þar koma fram Retro Stefson, XXX Rottweiler, Sykur, Snorri Helgason, Nolo og DJ Musician.

„Hugmyndin spratt upp af annarri hátíð, Innipúkanum, sem var líka á Sódómu og Batteríinu," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendunum. „Þarna getur fólk labbað á milli staða enda er dagskránni raðað þannig að þú getur til dæmis byrjað á Sódómu og farið síðan yfir á Batteríið."

Duplex verður haldin fyrsta laugardagskvöld hvers mánaðar og boðið verður upp á margt af því forvitnilegasta sem er að gerast í íslenskri tónlist. „Ég held að þetta ætti að verða skemmtileg viðbót í tónlistarlífið," segir Steinþór, sem kom einnig að skipulagningu tónleikaraðarinnar Réttir í haust. „Þetta er mun einfaldara og ekkert eins og Réttir eða Airwaves, enda er þetta bara eitt kvöld á tveimur stöðum." Miðaverð er 1.000 kr og gildir miðinn, eða öllu heldur armbandið, á báða staðina. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.