Innlent

AGS lánið frestast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Franek Rozwadowski fulltrúi AGS á Íslandi.
Franek Rozwadowski fulltrúi AGS á Íslandi.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg.

Fyrsti hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var 827 milljónir dala sem greiddur var út í nóvember á síðasta ári. Næsti hluti lánsins, um 155 milljónir dala, átti að greiðast við fyrstu endurskoðun efnahagsáæltunarinnar í febrúar síðastliðnum. Síðan áttu 155 milljónir dala að berast í jöfnum greiðslum eftir það. Ísland hefur hins vegar ekki fengið krónu frá sjóðnum eftir að fyrsti hluti lánsins var greiddur.

Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Franek Rozwadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, við þessum fréttum á vef Bloomberg, en hann vildi ekki staðfesta þær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×