Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 60 dollara í morgun

Heimsmarkaðsverð á bandarísku WTI olíunni fór yfir 60 dollara á tunnuna í morgun og er það hæsta verð á olíunni undanfarna sex mánuði.

Olíuverðið hefur sveiflast á bilinu 56 til 59 dollarar að undanförnu en það sem ýtti verðinu yfir 60 dollara voru fregnir um að uppreisnarmenn í Nígeríu hafa hótað því að loka fyrir flutningsleiðir til og frá olíuvinnslusvæðunum þar í landi. Þar að auki kveiktu þeir í bandarískri olíuhreinsunarstöð á svæðinu í nótt.

Að sögn fjölmiðla á borð við Bloomberg og vefsíðuna e24.no er olíuverðhækkunin ennfremur tilkomin vegna uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum og nokkurrar bjartsýni á að fjármálakreppan sé að fjara út.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×