Fótbolti

Mexes ekki með Roma vegna veikinda

Mexes er sagður með 39 stiga hita
Mexes er sagður með 39 stiga hita AFP

Roma hefur orðið fyrir enn einu áfallinu fyrir síðari leikinn gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. Nú er ljóst að varnarmaðurinn sterki Philippe Mexes verður ekki með Roma í kvöld vegna veikinda.

Franski varnarmaðurinn er með 39 stiga hita og á því ekki möguleika á að mæta Arsenal í kvöld. Það kemur væntanlega í hlut hins óreynda Souleymane Diamoutene frá Malí að leysa hann af hólmi.

Mexes er því enn eitt nafnið á lista fjarverandi leikmanna hjá ítalska liðinu, sem þarf að vinna upp 1-0 forskot Arsenal frá því í fyrri leiknum í Lundúnum.

Leikmenn Roma sem ekki spila í kvöld vegna meiðsla eru Simone Perrotta, Marco Cassetti og Cicinho. Daniele De Rossi er í leikbanni og þá er Christian Panucci ekki í Evrópuhóp liðsins.

Þar fyrir utan eru miðjumennirnir David Pizarro og Alberto Aquilani tæpir vegna meiðsla og sá síðarnefndi æfði aðeins í fimm mínútur í gær.

Brasilíski miðvörðurinn Juan átti við einhver meiðsli að stríða í gær en ætti að ná leiknum og þá er fyrirliðinn Francesco Totti tæpur vegna hnémeiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×