Fótbolti

James: Ég verð klár í slaginn fyrir lokakeppni HM

Ómar Þorgeirsson skrifar
David James.
David James. Nordic photos/AFP

Markvörðurinn David James hjá Portsmouth er staðráðinn í að fara með enska landsliðinu á lokakeppni HM næsta sumar í Suður-Afríku en landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hefur ítrekað að hann muni ekki velja neina leikmenn sem eru ekki í hundrað prósent formi og lausir við öll meiðsli.

Hinn 39 ára gamli James hefur verið meiddur á hné undanfarið en ítrekar í dag að meiðslin eigi ekki eftir að trufla hann til lengri tíma litið.

„Ég hef engar áhyggjur af hnémeiðslunum og þau meiðsli munu ekki hafa áhrif hvort ég verði í hópunum fyrir lokakeppnina eða ekki. Capello leggur ríka áherslu á að menn geti æft af krafti fyrir landsleiki annars velur hann þig einfaldlega ekki. Þess vegna var ég valinn fyrir landsleikinn gegn Brasilíu eins og nokkrir aðrir leikmenn," segir James í viðtali við Daily Mail í dag en hann hefur spilað 49 landsleiki fyrir England.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×