Innlent

Krabbameinssjúklingar studdir með bleikum hrærivélum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við undirskrift samningsins voru viðstödd þau Kris Van Den Bossche, Hlöðver Þorsteinsson, Guðrún Agnarsdóttir og Ragnheiður Alfreðsdóttir.
Við undirskrift samningsins voru viðstödd þau Kris Van Den Bossche, Hlöðver Þorsteinsson, Guðrún Agnarsdóttir og Ragnheiður Alfreðsdóttir.

Krabbameinsfélag Íslands skrifaði nýlega undir samkomulag við Einar Farestveit & co hf., umboðsaðila Kitchenaid á Íslandi þess efnis að 10 þúsund krónur af söluandvirði hverrar bleikrar Kitchenaid hrærivélar renni til styrktar Krabbameinsfélaginu. Í tilefni samkomulaginu afhenti Einar Farestveit & co hf. Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins veglega gjöf - bleika Kitchenaid hrærivél.

Guðrún Agnarsdóttir lýsti að vonum ánægju sinni í tilkynningu sem send var út vegna málsins. „Um þriðjungur landsmanna greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni og því snertir þessi sjúkdómur nær allar fjölskyldur í landinu. Við erum afar þakklát Einari Farestveit & co. hf og Kitchenaid yrir þetta örláta framtak og bendum öllum sem vantar góða hrærivél til að kynna sér bleikar Kitchenaid vélar en með kaupum á þeim geta þeir stutt við starf Krabbameinsfélagsins!"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×