Leita leiða til að hækka olíuverð 14. mars 2009 14:15 Samtök olíuríkja koma saman til fundar nú um helgina til þess að leita leiða til að minnka olíubirgðir og hækka þannig verðið á heimsmarkaði. Mikil andstaða er við það hjá neysluríkjunum. Gríðarlegar sveiflur hafa orðið á olíumörkuðum undanfarin misseri. Í júlí á síðasta ári fór olíufatið upp í 147 dollara og einn helsti gúrú olíuverðlagsmála spáði því að það færi upp í 200 dollara. Svo kom kreppan og í desember var fatið komið niður í rétt rúma 32 dollara. Í dag er það um 46 dollarar. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC segja að það verð sé óviðunandi þar sem það standi ekki undir framleiðslunni. Ekki er þó útlit fyrir miklar hækkanir á næstunni þar sem eftirspurn fer enn minnkandi og birgðirnar halda áfram að aukast. Á fundi sínum í Vínarborg um helgina ætla OPEC ríkin að leita leiða til þess að minnka birgðirnar sem gerist varla öðruvísi en þau dragi enn úr framleiðslu sinni. Það er þó þrautin þyngri því sum OPEC ríkjanna hafa litlar sem engar aðrar tekjur og neyðast því til að selja á undirverði til þess að fá þó einhverja peninga í kassann. OPEC ríkin segja að algert lágmarksverð á olíu sé sjötíu dollarar fyrir fatið og vilja koma verðinu upp í það. Neysluríkin mótmæla og segja að lágt olíuverð jafngildi björgunarpakka eins og þeim sem ríkisstjórnir hafa sett saman fyrir lönd sín. OPEC ríkjunum þykir hinsvegar ekki réttlátt að þau eigi að hafa allan heiminn á herðum sér. Tengdar fréttir Íranir vilja minni olíu Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram. 14. mars 2009 12:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samtök olíuríkja koma saman til fundar nú um helgina til þess að leita leiða til að minnka olíubirgðir og hækka þannig verðið á heimsmarkaði. Mikil andstaða er við það hjá neysluríkjunum. Gríðarlegar sveiflur hafa orðið á olíumörkuðum undanfarin misseri. Í júlí á síðasta ári fór olíufatið upp í 147 dollara og einn helsti gúrú olíuverðlagsmála spáði því að það færi upp í 200 dollara. Svo kom kreppan og í desember var fatið komið niður í rétt rúma 32 dollara. Í dag er það um 46 dollarar. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC segja að það verð sé óviðunandi þar sem það standi ekki undir framleiðslunni. Ekki er þó útlit fyrir miklar hækkanir á næstunni þar sem eftirspurn fer enn minnkandi og birgðirnar halda áfram að aukast. Á fundi sínum í Vínarborg um helgina ætla OPEC ríkin að leita leiða til þess að minnka birgðirnar sem gerist varla öðruvísi en þau dragi enn úr framleiðslu sinni. Það er þó þrautin þyngri því sum OPEC ríkjanna hafa litlar sem engar aðrar tekjur og neyðast því til að selja á undirverði til þess að fá þó einhverja peninga í kassann. OPEC ríkin segja að algert lágmarksverð á olíu sé sjötíu dollarar fyrir fatið og vilja koma verðinu upp í það. Neysluríkin mótmæla og segja að lágt olíuverð jafngildi björgunarpakka eins og þeim sem ríkisstjórnir hafa sett saman fyrir lönd sín. OPEC ríkjunum þykir hinsvegar ekki réttlátt að þau eigi að hafa allan heiminn á herðum sér.
Tengdar fréttir Íranir vilja minni olíu Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram. 14. mars 2009 12:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íranir vilja minni olíu Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram. 14. mars 2009 12:15