Íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2009 20:15 Jóhanna Sigurðardóttir vill að vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira