Lífið

Sigvaldi J. Kárason sigraði í Cannes

Sigur Sigvaldi J. Kárason og teiknimyndaserían Franco and Formula Fun sigruðu á Cannes. Hún var valin áhugaverðasta barnaefnið og sigurinn hefur gjörbreytt öllu um dreifingu.
Sigur Sigvaldi J. Kárason og teiknimyndaserían Franco and Formula Fun sigruðu á Cannes. Hún var valin áhugaverðasta barnaefnið og sigurinn hefur gjörbreytt öllu um dreifingu.

Franco og Formula Fun, teiknimyndaþáttaröð sem nokkrir Íslendingar koma að, var valið áhugaverðasta barnaefnið á sjónvarps-og auglýsingahátíðinni í Cannes sem nú fer fram við strendur Miðjarðarhafsins. Sigvaldi J. Kárason er leikstjóri þáttanna og hann var kampakátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum.

„Þetta er bara rosalegt, þvílíkur rússíbani,“ segir Sigvaldi en hann var staddur inni í fatabúð þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var klæða sig upp fyrir kvöldverð sem honum var boðið að sækja. „Þetta er svona lokuð veislu, hundrað manns mæta og maður á víst að vera snyrtilegur til fara,“ segir Sigvaldi en hann var að einbeita sér að því að hneppa skyrtu sem Fransmaður var að reyna selja honum á meðan samtalið fór fram.

Sigvaldi segir að sigurinn hafi gjörsamlega breytt öllu. Nú sé verið að semja um landsvæði sem þáttaröðin á að vera sýnd á. Slíkir samningar séu yfirleitt ekki gerðir fyrr en þættirnir hafa farið í sýningu. Stóru hákarlarnir í bransanum syndi í kringum þau. „Við höfum hitt fólk sem við töldum nær útilokað að hitta en það beið reyndar bara eftir því að ná tali af okkur. Þetta hefur verið alveg ótrúlegt.“

Franco og Formula Fun fjallar um strákinn Franco sem hverfur á vit Formúlunnar með hraðskreiðu bílunum sínum sem hann ferjar heimshornanna á milli með flugvélinni sinni. Brautirnar eru á þeim stöðum sem alvöru Formúlan fer fram nema þær eru gæddar meiri ævintýrablæ. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.