Gleðin náði hámarki 19. október 2009 04:30 Hápunktur Páll Óskar og Hjaltalín gerðu allt vitlaust á Listasafninu. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Fjölbreytt tónlistaratriði og glaðir tónleikagestir einkenndu Iceland Airwaves-hátíðina á laugardagskvöldið. Trausti Júlíusson flakkaði á milli staða og fylgdist með. Kvöldið hófst í Hafnarhúsinu með Vancouver-sveitinni Brasstronaut. Það voru frekar fáir mættir, en stemningin góð og eftir því sem leið á dagskrána þéttist hópurinn. Brasstronaut er gott dæmi um hljómsveit sem blandar saman ólíkum tónlistarstefnum með góðum árangri. Rokk, soul, djass og smá klassík. Næst var stefnan tekin á Nasa þar sem hljómsveitin Feldberg spilaði efni af væntanlegri plötu. Flott popp, enda Eberg einn af lunknari poppsmiðum Íslands og Rósa frábær söngkona. Eftir nokkur lög tók ég samt stefnuna á Batteríið þar sem Ghostigital var að ofhita hljóðkerfið. Það kemur ekkert í staðinn fyrir Ghostigital og maður verður að fá skammtinn sinn. Mjög flott sett hjá þeim og Einar Örn í miklu stuði – „blindur og heyrnarlaus“. Það var fámennt en góðmennt í Hressótjaldinu þar sem einsmannssveitin Napoleon IIIrd spilaði sitt skemmtilega bjagaða lo-fi andhetjurokk. Gaman að því. Það var fjölmennara í Iðnó þar sem últra yfirvegaður Egill Sæbjörnsson spilaði með hljómsveitinni sinni, sem er Hjálmar að uppistöðu. Þægileg stemning. Eitt af einkennum Airwaves 2009 er mikill fjöldi af hljómsveitum frá Norðurlöndunum. Á Nasa spilaði norska sveitin BC sína drungalegu Joy Division-lituðu raftónlist falin á bak við hálfgagnsætt tjald sem varpað var myndefni á. Flott sviðsmynd, en tónlistina vantaði dýpt. Önnur norsk sveit The Megaphonic Thrift var næst á svið á Batteríinu og þar vantaði ekkert. Drulluþétt hávaðakeyrsla í ætt við Sonic Youth. Eitt af bestu atriðum Airwaves 2009. Í Hafnarhúsinu var svo kominn tími hinnar 23 ára gömlu Anitu Blay sem kallar sin Thekocknbullkid. Hún skilaði sínu vel. Greinilega hæfileikarík tónlistarkona sem gæti vel náð langt. Flott lög og textar og góður söngur. Það kom í hlut ofurstjörnunnar og glamúrkóngsins Páls Óskars og hljómsveitarinnar Hjaltalín að klára kvöldið. Þau spiluðu nær eingöngu nokkur af þekktustu lögum Palla í nýjum útgáfum og stemningin í Hafnarhúsinu var ótrúleg. Þessar útsetningar voru svo sem ekkert mjög tilþrifamiklar, en virkuðu vel og svo var það líka góð tilbreyting eftir að hafa hlustað nær eingöngu á nýjar hljómsveitir flytja lög sem maður hefur aldrei heyrt áður fjögur kvöld í röð að fá eintóma smelli sem maður kann utan að. Þegar Þú komst við hjartað í mér hljómaði söng allur salurinn og gleðin náði hámarki. Fínn endir á flottu kvöldi. Sveitt Retro Stefson og FM Belfast spiluðu fyrir troðfullu húsi á Nasa. Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Fjölbreytt tónlistaratriði og glaðir tónleikagestir einkenndu Iceland Airwaves-hátíðina á laugardagskvöldið. Trausti Júlíusson flakkaði á milli staða og fylgdist með. Kvöldið hófst í Hafnarhúsinu með Vancouver-sveitinni Brasstronaut. Það voru frekar fáir mættir, en stemningin góð og eftir því sem leið á dagskrána þéttist hópurinn. Brasstronaut er gott dæmi um hljómsveit sem blandar saman ólíkum tónlistarstefnum með góðum árangri. Rokk, soul, djass og smá klassík. Næst var stefnan tekin á Nasa þar sem hljómsveitin Feldberg spilaði efni af væntanlegri plötu. Flott popp, enda Eberg einn af lunknari poppsmiðum Íslands og Rósa frábær söngkona. Eftir nokkur lög tók ég samt stefnuna á Batteríið þar sem Ghostigital var að ofhita hljóðkerfið. Það kemur ekkert í staðinn fyrir Ghostigital og maður verður að fá skammtinn sinn. Mjög flott sett hjá þeim og Einar Örn í miklu stuði – „blindur og heyrnarlaus“. Það var fámennt en góðmennt í Hressótjaldinu þar sem einsmannssveitin Napoleon IIIrd spilaði sitt skemmtilega bjagaða lo-fi andhetjurokk. Gaman að því. Það var fjölmennara í Iðnó þar sem últra yfirvegaður Egill Sæbjörnsson spilaði með hljómsveitinni sinni, sem er Hjálmar að uppistöðu. Þægileg stemning. Eitt af einkennum Airwaves 2009 er mikill fjöldi af hljómsveitum frá Norðurlöndunum. Á Nasa spilaði norska sveitin BC sína drungalegu Joy Division-lituðu raftónlist falin á bak við hálfgagnsætt tjald sem varpað var myndefni á. Flott sviðsmynd, en tónlistina vantaði dýpt. Önnur norsk sveit The Megaphonic Thrift var næst á svið á Batteríinu og þar vantaði ekkert. Drulluþétt hávaðakeyrsla í ætt við Sonic Youth. Eitt af bestu atriðum Airwaves 2009. Í Hafnarhúsinu var svo kominn tími hinnar 23 ára gömlu Anitu Blay sem kallar sin Thekocknbullkid. Hún skilaði sínu vel. Greinilega hæfileikarík tónlistarkona sem gæti vel náð langt. Flott lög og textar og góður söngur. Það kom í hlut ofurstjörnunnar og glamúrkóngsins Páls Óskars og hljómsveitarinnar Hjaltalín að klára kvöldið. Þau spiluðu nær eingöngu nokkur af þekktustu lögum Palla í nýjum útgáfum og stemningin í Hafnarhúsinu var ótrúleg. Þessar útsetningar voru svo sem ekkert mjög tilþrifamiklar, en virkuðu vel og svo var það líka góð tilbreyting eftir að hafa hlustað nær eingöngu á nýjar hljómsveitir flytja lög sem maður hefur aldrei heyrt áður fjögur kvöld í röð að fá eintóma smelli sem maður kann utan að. Þegar Þú komst við hjartað í mér hljómaði söng allur salurinn og gleðin náði hámarki. Fínn endir á flottu kvöldi. Sveitt Retro Stefson og FM Belfast spiluðu fyrir troðfullu húsi á Nasa.
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira