Sport

Haye: Valuev er risavaxinn, loðinn og ljótur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nikolai Valuev.
Nikolai Valuev. Nordic photos/AFP

Það er enginn skortur á sjálfstrausti hjá breska hnefaleikamanninum David Haye og hann var sannarlega með munninn fyrir neðan nefið í nýlegu viðtali sínu við Sky Sports fréttastofuna fyrir fyrirhugaðan bardaga hans við rússneska risann Nikolai Valuev sem fram fer í nóvember.

Til stóð að Haye myndi mæta öðrum hvorum bræðranna Wladimir eða Vitali Klischko en nú er búið að ákveða hann mæti hinum 2,13 metra háa WBA-þungavigtarmeistara í staðinn.

„Hann er risavaxinn, loðinn og ljótur. Ég játa það að ég hlakka ekkert sérstaklega til þess að fara í návígi við hann, því hann er svo loðinn að það er ógeðslegt. Ég hef líka staðið við hlið hans og hann er svo stór að það er ómennskt. Ég hef hins vegar mikla trú á eigin getu og ég veit að ég hef það sem þarf til þess að vinna hann. Ég veit að hann hefur aldrei verið rotaður og aðeins tapað einu sinni á atvinnumannaferli sínum en ég er sannfærður um að ég komi aftur með beltið til Englands," segir Haye.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×