Lífið

Samdi fyrst – lærði svo að spila á gítar

Eins manns hljómsveit
Þorsteinn Guðmundsson, grínisti og nú tónlistarmaður.
fréttablaðið/gva
Eins manns hljómsveit Þorsteinn Guðmundsson, grínisti og nú tónlistarmaður. fréttablaðið/gva

„Ég byrjaði að semja áður en ég lærði á gítarinn. Það gerir sig alltaf betur hjá tónlistarmönnum. Svo verða þeir færir og þá koma leiðinleg lög. Þetta er stórhættulegt,“ segir grínistinn Þorsteinn Guðmundsson.

Þorsteinn hefur undanfarið leikið undir á gítar þegar hann kemur fram. Í síðustu viku fullkomnaði hann tilverurétt sinn sem gítarleikari og keypti sér magnara og er því orðinn eins manns hljómsveit. „Ég get farið hvert sem er. Eins og Jójó, ég er svo mikið þannig kall hvort sem er,“ segir Þorsteinn og bætir við að stressið hafi verið mikið þegar hann hóf að taka með sér gítarinn. „Ég byrjaði nefnilega að koma fram með gítarinn áður en ég lærði á hann. Þá kunni ég tvö grip og var alltaf að biðja fólk um að bíða á meðan ég skipti um grip. En ég er svolítið obsessívur og æfi mig hálftíma á dag og get núna spilað undir.“

Gítarleikur Þorsteins hefur fengið góðar viðtökur og það er nóg að gera hjá honum. „Ég dett inn í skóla, fyrirtæki og alls konar,“ segir hann. „Það er rosalega gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er að skoða að gera eitthvað meira í þessu. Mig langar að taka þetta eitthvað áfram.“- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.